Artíma - Félag listfræðinema við Háskóla Íslands

föstudagur, nóvember 24, 2006

Vel heppnað rauðvínskvöld

Við í Artímu viljum þakka ykkur fyrir komuna og frábært kvöld á Gallerí Turpintine í gær.

Fyrir þá sem ekki vita verður opnun á sýningunni þeirra Jónsa og Alex í dag, kl. 17.00. Eflaust verður margt um manninn og skemmtilegt að koma og sjá, því þarna eru á ferðinni skemmtileg myndverk mikið í anda Sigur-rós auk tónverks sem hljómar. Orðið á götunni er að video-verk verði sýnt.

Nú eru próf og verkefnaskil framundan. Gangi ykkur öllum vel.
Við hittumst svo stressinu léttari að því loknu.

Kveðja
Artíma

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Kæru samnemendur

Núna ætlar artíma að halda rauðvínskvöld í Gallerý Turpentine á Ingólfsstræti nk. fimmtudag.Það verða veitingar í boði artímu en fólk er eindregið hvatt til þess að koma með eitthvað sjálft ef það vill. Kvöldið byrjar kl 20:00 í Turpentine.

Búið verður að hengja um næstu sýningu en opnun hennar er á föstudaginn kl. 17 - 19. Sýnendur eru Jónsi úr Sigurrósu og Alex (sem hannar umslögin á plötum Sigurrósar). Þeir verða á staðnum til að skýra sýninguna!!!!!!

Sjáumst hress og kát og drekkum rauðvín fyrir prófin.
Kveðja Artíma

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Dr. Halldór Björn Runólfsson í Listasafni Íslands


Á sunnudaginn nk. , þ.e. 19. nóvember, verður dr. Halldór Björn Runólfsson með leiðsögn á Sýningunni „Málverkið eftir 1980“, á Listsafni Íslands.

Það væri sniðugt fyrir listfræðinema að fjölmenna því þessi sýning er á kennsluskrá ýmissa námskeiða, auk þess sem Halldór Björn er sérlega skemmtilegur á að heyra.

kveðja
Artíma

Listamannaspjall á Listasafni ASÍ


Kristinn Már Pálmason
Sunnudaginn 19. nóvember kl. 15.00

Kristinn Már Pálmason tekur á móti gestum og ræðir um verkin á sýningu sinni
í Ásmundarsal

Sýning Kristins er stór málverkainnsetning sem byggð er á samþættingu ólíkra
aðferða og merkingafræðilegra þátta í tungumáli málverksins.

Innsetningin samanstendur efnislega m.a. af mannshári, áli, ljósi, speglum,
olíulit og krossvið og er unnin sérstaklega inn í rými Ásmundarsalar.

Kristinn Már hefur undanfarin ár gert margvíslegar tilraunir í málverki og
unnið jöfnum höndum að þróun myndmáls og aðferða innan ramma hins hefðbundna
tvivíða flatar og útvíkkun málverks í tíma, efnis, og rýmistengdu samhengi.

Kristinn Már (f. 1967) útskrifaðist úr Myndlista og handíðaskóla Íslands
1994 og er með MFA gráðu síðan 1998 frá The Slade School of Fine Art,
University College London.

www.krimp@krimpart.com


Sýningin stendur til 3. desember.

Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00 - 17.00
Aðgangur er ókeypis.

Listasafn ASÍ Freyjugötu 41 101 Reykjavík Sími 511-5353

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Rauðvínskvöld Artímu

Nú er komið að næsta hittingi listfræðinema.

Takið frá fimmtudagskvöldið 23. nóvember því Artíma ætlar að vera meðrauðvínskvöld.

Kveðja Artíma


p.s. Ennþá vantar okkur húsnæði undir hittinginn ef einhver veit umsniðugan stað sem ekki þarf að borga fyrir og við megum koma með eigiðáfengi á þá endilega látið okkur vita á þetta póstfang: asj5@hi.is

laugardagur, nóvember 11, 2006

Listasafn ASÍ

MÁLVERKAINNSETNING/ÞRÁÐLAUS TENGING




Laugardaginn 11. Nóvember kl. 15.00 verða opnaðar þrjár sýningar í
Listasafni ASÍ.





Kristinn Már Pálmason sýnir í Ásmundarsal

MÁLVERKAINNSETNING.



Sýning Kristins er stór málverkainnsetning sem byggð er á samþættingu ólíkra
aðferða og merkingafræðilegra þátta í tungumáli málverksins.



Innsetningin samanstendur efnislega m.a. af mannshári, áli, ljósi, speglum,
olíulit og krossvið og er unnin sérstaklega inn í rými Ásmundarsalar.



Kristinn Már hefur undanfarin ár gert margvíslegar tilraunir í málverki og
unnið jöfnum höndum að þróun myndmáls og aðferða innan ramma hins hefðbundna
tvivíða flatar og útvíkkun málverks í tíma, efnis, og rýmistengdu samhengi.



Kristinn Már (f. 1967) útskrifaðist úr Myndlista og handíðaskóla Íslands
1994 og er með MFA gráðu síðan 1998 frá The Slade School of Fine Art,
University College London.

www.krimp@krimpart.com







Kristín Helga Káradóttir sýnir í Gryfju

ÞRÁÐLAUS TENGING.



Kristín Helga Káradóttir sýnir myndbands-sviðsetningu í Gryfju Listasafns
ASÍ. Um er að ræða stuttar sviðsettar myndir þar sem listakonan sjálf kemur
fram. Þessum myndskeiðum er varpað upp í sýningar-rýminu sem hefur verið
klætt í búning sem rammar myndböndin inn. Þannig fléttar listakonan saman
myndbönd og rými. Sviðsetningin nýtur liðsinnis tónlistarmannsins Bjarna
Guðmanns Jónssonar við að undirstrika stemmninguna.



Mörg fyrri myndbönd Kristínar Helgu fjalla um tilvistina á einn eða annan
hátt. Þessi myndbönd lýsa líðan eða aðstæðum sem áhorfandanum gefst kostur á
að upplifa á sinn hátt. Kristín Helga skipuleggur sjaldnast myndbönd sín
fyrirfram heldur lætur þau ráðast í vinnuferlinu. Hún vinnur út frá
tilfinningunni og notar orðlausa leikræna tjáningu.



Kristín Helga (f.1968) útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2004 með
viðkomu í Listakademíunni í Kaupmannahöfn sem skiptinemi. Áður hafði hún
lokið myndlistarbraut frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti auk ýmiskonar
myndlistar-, dans- og leiklistarnámskeiðum.



Listamannaspjall
Listamennirnir kynna verk sín og spjalla við gesti



Sunnudaginn 19. nóvember kl. 15.00 Kristinn Már

Sunnudaginn 26. nóvember kl. 15.00 Kristín Helga



Óhlutbundin verk í eigu Listasafns ASÍ verða sýnd í Arinstofu



Sýningarnar standa til 3. desember

Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00 - 17.00

Aðgangur er ókeypis.



Listasafn ASÍ

Freyjugata 41

101 Reykjavík

Sími 511-5353

Listasi@centrum.is



þriðjudagur, nóvember 07, 2006

UNCERTAIN STATES OF AMERICA

Nemendafélag listfræðinema hefur verið stofnað. Það heitir Artíma.
Nú ætlum við að hefja starfið af krafti.


Við ætlum að hittast á Listasafni Reykajvíkur, Hafnarhúsi, föstudaginn
10.nóvember, kl. 16.00.
dr. Halldór Björn Runólfsson, listfrædingur og kennari, ætlar að fara með
okkur í gegnum sýninguna UNCERTAIN STATES OF AMERICA.
(Athugið að sýningin er á kennsluskrá einhverra námskeiða, þ.á m.
Alþjóðleg nútímalist 1870-1970 sem Halldór Björn kennir.)

Eftir sýninguna ætlum við að setjast niður og fá okkur bjór, ræða málin,
kynnast og skemmta okkur saman.

Stjórnarmeðlimir Artímu verða á staðnum og taka á móti skráningum í félagið.
Nemendafélagsgjaldið er 1.500 krónur.

Skráning fer fram hér
(smellið á "comments" neðan við tilkynninguna)

endilega komið og við skemmtum okkur saman.
Nemendafélag er ekki til nema fyrir ykkur!

Kveðja
ARTÍMA


------
Ath.
Nemendafélagið Torfhildur, sem listfræði hefur verið hluti af fram til
þessa, er með stutta ferð í LISTASAFN ÍSLANDS, kl. 15.00. Þar er sýningin
Málverkið eftir 1980.
Listfræðinemum er velkomið að fara með á þá sýningu. Skráning í hana er á
heimasíðu Torfhildar :
http://hi.is/nem/Torfhildur/

föstudagur, nóvember 03, 2006

listviðburðir um helgina

Á morgun, laugardag er opnuð ný, spennandi sýning í hafnarhúsinu.
Um er að ræða samtímalist í bandaríkjunum.
Um að gera að kíkja á hana.

Hér er linkur:
Listasafn Reykjavíkur


og í Listasafni ASÍ er síðasta sýningarhelgi á

BLÓÐHOLA - Eirún Sigurðardóttir

og

HALKÍON - Pétur Örn Friðriksson

Það er opið frá 13.00 til 17.00 og það er frítt inn.

Kveðja
Artíma

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Gallery Turpentine vill bjóða alla listfræðinema á opnun sýningar á verkum Georgs Guðna þann 3. nóvember frá kl 17:00 - 19:00

Útgáfukvöld Nýhils á Þjóðleikhúskjallaranum

Þremur nýjum skáldsögum ungra höfunda fagnað!
Félagsskapurinn Nýhil hefur á síðustu árum verið í fararbroddi ínýsköpun í íslenskum bókmenntum og vakið athygli fyrir metnaðarfullaútgáfu á ljóðum skálda af yngri kynslóðinni.
Fyrir þessi jól færirNýhil út kvíarnar og gefur út skáldsögur eftir þrjá unga höfunda,alla fædda árið 1978. Útgáfan hefur þegar vakið athygli fyrirkrassandi innihald og óhefðbundin frágang.
Útgáfunni verður fagnað með lúðrablæstri á Þjóðleikhúskjallaranumfimmtudagskvöldið 2. nóvember.
Húsið opnar klukkan 20:00 en dagskráhefst 20:30, og lesa höfundar úr verkum sínum:* Haukur Már Helgason: Svavar Pétur og 20. öldin* Bjarni Klemenz: Fenrisúlfur* Eiríkur Örn Norðdahl: Eitur fyrir byrjendur
Meðlimir hljómsveitarinnar múm spila ljúfa tóna af skífum og kynnir er Ingibjörg Magnadóttir. Óttar Martin Norðfjörð kynnir að aukivæntanlega ljóðabók sína og 1. fyrsta bindi ævisögu HannesarHólmsteins Gissurarsonar.

Nemendur í Hugvísindadeild eru boðnir sérstaklega velkomnir að mætatímanlega og þiggja léttar veitingar á meðan birgðir endast.Jafnframt bjóðum við þeim að festa kaup á skáldsögunni á afar góðuverði, eða 2.500,- per stykki.