Artíma - Félag listfræðinema við Háskóla Íslands

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Eldorgelið - Safnanótt

Næstu helgi er mikið um að vera í listheiminum.
Á föstudaginn, 23.febrúar, er safnanótt í Reykjavík.

Forskot er tekið á sæluna á fimmtudaginn með opnun franskrar listahátíðar
á Austurvelli. Þá mun franski listamaðurinn Michel Moglia framkvæma
gjörning á Austurvelli sem hann nefnir Eldorgelið. Þetta er mikið
sjónarspil og skemmtilegt um leið og það er virkilega metnaðarfullt
listaverk.
Artíma ætlar að fjölmenna á atburðinn. Hefst kl. 20.

(http://www.fransktvor.is)

Á föstudaginn er svo stórhátíð. Söfn borgarinnar eru opin fram eftir nóttu
og að sjálfsögðu nýtum við tækifærið.

18:00 - 18:45 - söfnumst á Deco

19:00 - Opnun Safnanætur – Listasafns Einars Jónssonar

20.00 - 24.00. Listasafn ASÍ.

21:00 - Kjarvalstaðir. K-þátturinn.

21:30 - Hafnarhús.22.30 Vínsmökkun. Sjóminjasafnið Grandagarði 8.

23.30 - Nýlistasafnið.

24.00 - Deco, áframhaldandi vínsmökkun ;)

Artíma verður í gjafmildu buxunum!

Sjáumst kát
Kveðja
Artíma

ps. Kortin frægu eru nú komin í hús. Svo þeir sem hafa borgað geta nálgast þau hjá stjórnarmeðlimum bæði kvöldin og þeir sem ekki hafa þegar skráð sig fá sérstakan díl á nemendafélagsgjöldum.

laugardagur, febrúar 10, 2007

Kvikmyndlistarkvöld Artímu!

Það er komið að annarri kvikmyndlistar-sýningu félags listfræðinema,
Artímu. Sýningarnar eru í Odda, stofu 101, annan hvern miðvikudag. kl.20.

Markmiðið er að sýna nemendum háskólans kvikmyndlistaverk sem ekki eru
auðveldlega aðgengileg og ef til vill ekki það sem maður rekst á dags
daglega.

Á miðvikudaginn, 14. febrúar, verður sýnt verkið DIAL H-I-S-T-O-R-Y, eftir
Johan Grimonprez. Listamaðurinn tekur fyrir flugrán og fléttar inn
auglýsingum úr daglegu lífi.Verkið hefur farið sigurför um listasöfn
heimsins.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Kveðja
Artíma