Artíma - Félag listfræðinema við Háskóla Íslands

fimmtudagur, mars 15, 2007

Syningaropnanir i Þjoðminjasafninu

Opnaðar verða tvær sýningar í Þjóðminjasafninu um helgina.

Sporlaust - dulúðugar myndir Katrínar Elvarsdóttur segja sögu

Laugardaginn 17. mars klukkan 15 verður opnuð sýningin Sporlaust með
ljósmyndum Katrínar Elvarsdóttur í Þjóðminjasafni Íslands.
Með titlinum Sporlaust afhjúpar Katrín skilning sinn
og notkun á ljósmyndinni sem myndsköpunaraðferð og tjáningarleið.
Myndir hennar eru hugrænar, þær eru cosa mentale, skáldskapur, staður þar sem
sögur verða til.

Hví ekki Afríka?

Ljósmyndir Dominique Darbois og Franskt vor
Sýningaropnanir og málþing í Þjóðminjasafni Íslands helgina 17.-18. mars
Vor er í lofti og vorið er franskt! Í tilefni af frönsku
menningarhátíðinni Pourquoi pas? sem nú stendur yfir á Íslandi, verður
efnt til fransk-afrískrar menningarveislu í Þjóðminjasafni Íslands helgina
17.-18. mars. Undirbúningur er á fullu og klukkan 15 laugardaginn 17. mars
verður opnuð sýningin Hví ekki Afríka? á ljósmyndum teknum í Afríku og
afrískum skúlptúrum og sunnudaginn 18. mars verður haldið málþing 14-16.

0 Athugasemdir:

Skrifa ummæli

<< Home