Artíma - Félag listfræðinema við Háskóla Íslands

mánudagur, mars 05, 2007

Árshatið - föst. 9.mars

Nú er komið að árshátíð nemenda við bókmenntafræði- og málvísindaskor.

Árshátíðin verður haldin föstudaginn 9. mars næstkomandi á Hótel Sögu, í
sal sem kallast Skáli. Artíma kemur á móti félagsmönnum í kostnaði við árshátíðina og kostar því einungis 2.500 krónur.
Fyrir þá sem ekki eru í félaginu kosar 3.000 krónur, sama gildir um maka.

Miðinn á árshátíðina gefur ykkur þetta:

- Stórskemmtilega árshátíð á Hótel Sögu
- Dýrindis mat (matseðillinn er hér fyrir neðan)
- Partí á milli matarins og ballsins, þar sem veigar verða í boði
- Hugvísindaball síðar um kvöldið. Það hefst kl. 24 í Sunnusal á Hótel Sögu.

Til þess að skrá sig á árshátíðina skal senda póst á þetta netfang,
emil@hi.is. Frestur til þess að skrá sig er til kl. 11:00 (um morguninn)
þriðjudaginn 6. mars. Nánar verður auglýst hvenær er hægt að nálgast
miðana (það verður eftir þriðjudaginn, og verður stjórnarfólk úti í
Árnagarði).

Við skráningu skal taka fram hvort þið séuð skráð í nemendafélagið og
eigið félagsskírteini. Það er auðvitað leyfilegt að bjóða mökum með, en
verð fyrir þá er 3000 krónur eins og hefur verið tekið fram. Ef þið hafið
sérstakar óskir um að fá grænmetisrétt, látið einnig vita við skráningu.


Matseðill árshátíðarinnar:

- Forréttur: Blackeraður lax á steinseljurótarmauki með teriyakisósu og
stökku kryddjurtasalati

- Aðalréttur: Kryddjurtalegið lambaprime með kartöflukóngasveppalögum og
"confit"-elduðu haustgrænmeti

- Eftirréttur: Súkkulaðipýramídi með nougatfyllingu og pistasíusírópi


ATH! Auglýst er eftir skemmtiatriðum fyrir árshátíðina. Sendið
póst á emil@hi.is ef þið hafið eitthvað skemmtilegt í pokahorninu. Hvetjum
ykkur eindregið að koma með skemmtiatriði svo árshátíðin geti verið sem
skemmtilegust!

ATH! ATH! Svo er það að mæta! Þetta verður stórskemmtilegt! Skrá sig!

Árshátíðarkveðjur,
Artíma

0 Athugasemdir:

Skrifa ummæli

<< Home