Artíma - Félag listfræðinema við Háskóla Íslands

fimmtudagur, mars 29, 2007

Sjömílnaskór

31. mars – 28. apríl 2007

Samsýning sjö listamanna í boði Listasalar Mosfellsbæjar

Laugardaginn 31. mars kl. 15 verður opnuð sýningin Sjömílnaskór, samsýning sjö listamanna, í boði Listasalar Mosfellsbæjar. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.


Sjö listamönnum var boðið að sýna í Sjömílnaskóm í Listasal Mosfellsbæjar. Í hópnum eru listamenn sem vinna með fjölbreytta miðla og spanna því vítt róf myndlistar (ljósmyndir, innsetningar, málverk, skúlptúr og fleira). Listamennirnir eru með ólíkan bakgrunn og mislangan feril að baki. Þeir þó eiga allir sameiginlegt að eiga rætur að rekja til Mosfellsbæjar.


Listamenninrnir eru:

Berglind Jóna Hlynsdóttir (f. 1979)

Eyþór Árnason (f. 1981)

Heiða Harðardóttir (f. 1977)

Ingibjörg Birgisdóttir(f. 1981)

Oddvar Örn Hjartarson (f. 1977)

Unnar Örn Jónasson Auðarson (f. 1974)

Þórdís Aðalsteinsdóttir (f. 1975)

Listamönnunum eru hugleikin ólík hugarefni. Allt frá stöðu Mosfellsbæjar og spurningarinnar hvort bærinn sé enn sá menningarbær sem hann eitt sinn var og til augnabliksins þegar maður horfir uppá endalok þess heims sem hann þekkir. Á sýningunni verða einnig verk sem ekki enn hafa verið skilgreind ásamt verkum um manninn í umhverfinu, frægð á Íslandi, klippimyndir um hversdagleikann og innsetningar.


Hvað eru Sjömílnaskór?


Titill sýningarinnar, Sjömílnaskór, er þekkt minni í ævintýrum og eru galdraskór sem hafa þá náttúru að þeir sem klæðast þeim taka sjö mílur í hverju skrefi. Á það vel við því með sýningunni stendur til að taka stórt skref fyrir listamennina, Listasalinn, Mosfellsbæ og menningarlíf landsins alls. Einnig er vel við hæfi að vísa í ævintýri bókmenntanna þar sem Listasalur Mosfellsbæjar og Bókasafn Mosfellsbæjar eru undir sama þaki.


Listasalur Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2, er opinn virka daga kl. 12-19 og laugardaga 12-15 og er í Bókasafni Mosfellsbæjar.

Listasalur Mosfellsbæjar er fjölnota salur sem hefur verið starfræktur frá 2005. Salurinn er vettvangur fjölbreytts sýningarhalds atvinnulistamanna en samhliða því er öðru listafólki úr Mosfellsbæ veitt sérstakt tækifæri að koma sér á framfæri. Eins er listasalurinn notaður til tónleikahalds, fundarhalda, leiksýninga og annarra félags- og menningartengdra viðburða. Aðgangur í salinn er ókeypis.


Frekari upplýsingar veita umsjónarmenn Listasalar Mosfellsbæjar og sýningarstjórar Sjömílnaskóa.

Hlín Gylfadóttir hling@mos.is og

Gunnar Helgi Guðjónsson gunnarh@mos.is

Sími 566-6822

fimmtudagur, mars 15, 2007

Syningaropnanir i Þjoðminjasafninu

Opnaðar verða tvær sýningar í Þjóðminjasafninu um helgina.

Sporlaust - dulúðugar myndir Katrínar Elvarsdóttur segja sögu

Laugardaginn 17. mars klukkan 15 verður opnuð sýningin Sporlaust með
ljósmyndum Katrínar Elvarsdóttur í Þjóðminjasafni Íslands.
Með titlinum Sporlaust afhjúpar Katrín skilning sinn
og notkun á ljósmyndinni sem myndsköpunaraðferð og tjáningarleið.
Myndir hennar eru hugrænar, þær eru cosa mentale, skáldskapur, staður þar sem
sögur verða til.

Hví ekki Afríka?

Ljósmyndir Dominique Darbois og Franskt vor
Sýningaropnanir og málþing í Þjóðminjasafni Íslands helgina 17.-18. mars
Vor er í lofti og vorið er franskt! Í tilefni af frönsku
menningarhátíðinni Pourquoi pas? sem nú stendur yfir á Íslandi, verður
efnt til fransk-afrískrar menningarveislu í Þjóðminjasafni Íslands helgina
17.-18. mars. Undirbúningur er á fullu og klukkan 15 laugardaginn 17. mars
verður opnuð sýningin Hví ekki Afríka? á ljósmyndum teknum í Afríku og
afrískum skúlptúrum og sunnudaginn 18. mars verður haldið málþing 14-16.

mánudagur, mars 05, 2007

Árshatið - föst. 9.mars

Nú er komið að árshátíð nemenda við bókmenntafræði- og málvísindaskor.

Árshátíðin verður haldin föstudaginn 9. mars næstkomandi á Hótel Sögu, í
sal sem kallast Skáli. Artíma kemur á móti félagsmönnum í kostnaði við árshátíðina og kostar því einungis 2.500 krónur.
Fyrir þá sem ekki eru í félaginu kosar 3.000 krónur, sama gildir um maka.

Miðinn á árshátíðina gefur ykkur þetta:

- Stórskemmtilega árshátíð á Hótel Sögu
- Dýrindis mat (matseðillinn er hér fyrir neðan)
- Partí á milli matarins og ballsins, þar sem veigar verða í boði
- Hugvísindaball síðar um kvöldið. Það hefst kl. 24 í Sunnusal á Hótel Sögu.

Til þess að skrá sig á árshátíðina skal senda póst á þetta netfang,
emil@hi.is. Frestur til þess að skrá sig er til kl. 11:00 (um morguninn)
þriðjudaginn 6. mars. Nánar verður auglýst hvenær er hægt að nálgast
miðana (það verður eftir þriðjudaginn, og verður stjórnarfólk úti í
Árnagarði).

Við skráningu skal taka fram hvort þið séuð skráð í nemendafélagið og
eigið félagsskírteini. Það er auðvitað leyfilegt að bjóða mökum með, en
verð fyrir þá er 3000 krónur eins og hefur verið tekið fram. Ef þið hafið
sérstakar óskir um að fá grænmetisrétt, látið einnig vita við skráningu.


Matseðill árshátíðarinnar:

- Forréttur: Blackeraður lax á steinseljurótarmauki með teriyakisósu og
stökku kryddjurtasalati

- Aðalréttur: Kryddjurtalegið lambaprime með kartöflukóngasveppalögum og
"confit"-elduðu haustgrænmeti

- Eftirréttur: Súkkulaðipýramídi með nougatfyllingu og pistasíusírópi


ATH! Auglýst er eftir skemmtiatriðum fyrir árshátíðina. Sendið
póst á emil@hi.is ef þið hafið eitthvað skemmtilegt í pokahorninu. Hvetjum
ykkur eindregið að koma með skemmtiatriði svo árshátíðin geti verið sem
skemmtilegust!

ATH! ATH! Svo er það að mæta! Þetta verður stórskemmtilegt! Skrá sig!

Árshátíðarkveðjur,
Artíma