Artíma - Félag listfræðinema við Háskóla Íslands

laugardagur, febrúar 10, 2007

Kvikmyndlistarkvöld Artímu!

Það er komið að annarri kvikmyndlistar-sýningu félags listfræðinema,
Artímu. Sýningarnar eru í Odda, stofu 101, annan hvern miðvikudag. kl.20.

Markmiðið er að sýna nemendum háskólans kvikmyndlistaverk sem ekki eru
auðveldlega aðgengileg og ef til vill ekki það sem maður rekst á dags
daglega.

Á miðvikudaginn, 14. febrúar, verður sýnt verkið DIAL H-I-S-T-O-R-Y, eftir
Johan Grimonprez. Listamaðurinn tekur fyrir flugrán og fléttar inn
auglýsingum úr daglegu lífi.Verkið hefur farið sigurför um listasöfn
heimsins.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Kveðja
Artíma

0 Athugasemdir:

Skrifa ummæli

<< Home