Artíma - Félag listfræðinema við Háskóla Íslands

föstudagur, nóvember 24, 2006

Vel heppnað rauðvínskvöld

Við í Artímu viljum þakka ykkur fyrir komuna og frábært kvöld á Gallerí Turpintine í gær.

Fyrir þá sem ekki vita verður opnun á sýningunni þeirra Jónsa og Alex í dag, kl. 17.00. Eflaust verður margt um manninn og skemmtilegt að koma og sjá, því þarna eru á ferðinni skemmtileg myndverk mikið í anda Sigur-rós auk tónverks sem hljómar. Orðið á götunni er að video-verk verði sýnt.

Nú eru próf og verkefnaskil framundan. Gangi ykkur öllum vel.
Við hittumst svo stressinu léttari að því loknu.

Kveðja
Artíma

4 Athugasemdir:

At 24/11/06 13:06, Anonymous Nafnlaus segir...

Frábært kvöld og góð stemning. Takk fyrir mig :)

 
At 24/11/06 21:43, Anonymous Nafnlaus segir...

Þetta var frábært !!

 
At 24/11/06 21:57, Anonymous Nafnlaus segir...

jei.. jei.. takk fyrir mig þetta var rosa kósý :D hlakka til næsta gills!

 
At 27/11/06 15:14, Anonymous Nafnlaus segir...

hæhæ öll... leiðinlegt að ég komst ekki á síðasta hitting, stefni á að mæta næst!


langaði til að benda ykkur á síðu www.skaftfell.is þetta er menningarmiðstöðin á Seyðisfirði (sem er á austurströndinni) en þarna eru oft settar upp skemmtilegar sýningar með mörgum af merkustu listamönnum landsins og heimssins. á efstu hæðinni er listamannaíbúð þar sem listamenn geta fengið að dveljast í ákveðin tíma og unnið að sýningu á meðan sem þeir setja svo upp á miðhæð hússins í sýningarsalnum sem er mjög flottur. Á neðstu hæðinni er svo Bistro og gallerí vesturveggur þar sem hinir ýmsu listamenn fá að sýna í skemri tíma. Menningarmiðstöðin er reist í minningu Dieter Roths sem bjó á seyðisfirði síðustu árin sín og eru lista menn á borð við Sigurð og Kristján Guðmundssyni, Egger, Björn Roth, Bernt kobeling, Pétur Kristjáns og margir fleiri mikið involveraðir listalífið í bænum!!

tékkit át...
kveðja B

 

Skrifa ummæli

<< Home