Artíma - Félag listfræðinema við Háskóla Íslands

miðvikudagur, janúar 31, 2007

ArtímaRit

Nú gefst okkur listfræðinemum loksins tækifæri til að sýna afburðasnilli
og djúpa þekkingu okkar á listum á opinberum vettvangi! Artíma stefnir á
að gefa út tímarit í vor með greinum eftir listfræðinema um listræn
málefni. Ritið hefur hlotið hið afar margslungna og djúpa nafn
"Artímarit". Við óskum hér með eftir framlagi ykkar hvað efni varðar sem
og hugmyndir. Þið megið endilega senda inn ritgerðir sem þið hafið unnið
nú á skólaárinu / fyrri skólaár. Af fjárhagslegum ástæðum verður þetta
frekar lágstemmt blað hvað útlit varðar, en vonandi þeim mun
innihladsríkara! Ósk okkar er sú að ritið gefi innsýn í skoðanir og
hugmyndir listfræðinema og sé rödd sem flestra en ekki einkamál
ritnefndar. Því er ykkar framlag mikils virði!

Í ritnefnd sitja sem stendur undirritaðar en við auglýsum nú einnig eftir
einum til tveimur harðduglegum kandídötum til að vera memm í nefndinni.

Við hlökkum til að heyra frá ykkur, sendið efni/hugmyndir á eftirfarandi
email:

artimarit@gmail.com

Kveðja, Þórunn Helga Benedikz og Nanna Sigríður Gunnarsdóttir.

mánudagur, janúar 29, 2007

Kvikmyndlista-video-sýningar.

Nú bætist við atburður í flóru háskóla-lífsins.

Nemendafélag listfræðinema, Artíma, ætlar að byrja með
Kvikmyndlista-video-sýningar.


Ætlunin er að sýna nemendum háskólans kvikmyndlistar-video sem ekki eru
auðveldlega aðgengileg og ef til vill ekki það sem maður rekst á dags
daglega.


sýningarnar verða í Odda, stofu 101, annan hvern miðvikudag. kl.19.30.
Fyrsta sýningin verður Miðvikudaginn 31.janúar.
Tekin verða fyrir súrrealísk verk.


Hlynur Helgason, myndlistamaður og kennari við Listaháskóla Íslands, ætlar
að halda stutta kynningu.
Við sýnum kvikmynd Salvador Dalí og Luis Bunuel Andalúsíuhundinn og fleiri
myndir tenda henni.
Súrrealista hreyfingunni var ætlað að brjóta upp landamæri borgaralegrar
hugsunar og menningu. Með áherslu á drauma, hið ómeðvitaða og óvænta var
ætlunin að hafa stórbrotin áhrif á hefðbundna listsköpun. Fylgjendur og
góðkunningjar hreyfingarinnar náðu yfir mörg svið listanna, þar sem þeir
voru óhræddir við að prófa sig áfram með slíkum markmiðum á hina ýmsu
miðla.


Kveðja
Artíma

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Galleríganga

Sæl öll og velkomin til starfa... og velkomin nýnemar!

Við í Artímu ætlum að hefja veturinn á því að fara í GALLERÍ GÖNGU (ala London og N.Y.).
Við ætlum að hittast á LAUGARDAGINN, kl. 15.00 í Listasafni ASÍ. Við komum t.d. við í Galleri i8, Galleri Turpentine og e.t.v. nýlistasafninu.

Að sjálfsögðu ætlum við að enda á Deco og ylja okkur. Þar ætlum við að kynna starfsemi vetrarins sem er fjölbreitt, metnaðarfull og spennandi. Stjórnarmeðlimir verða á staðnum og taka við skráningum. Félagsgjaldið er sem áður segir 1500 krónur.

Kveðja
Artíma

P.S.
Klæðiði ykkur vel. Það verður gegnið töluvert og ekkert tillit tekið til pinnahæla -og sumarjakkafólks!

föstudagur, janúar 12, 2007

LISTAMANNASPJALL

Sunnudaginn 14.janúar 2007 kl. 15.00
Jóhann Ludwig Torfason

Jóhann leiðir gesti um sýningu sína “Ný leikföng”
Í Ásmundarsal og ræðir um verkin.

Á sýningunni eru tölvugerð málverk af skálduðum leikföngum fyrir hina
meðvituðu yngstu kynslóð. Einnig sýnir Jóhann silkiþrykktar þrautir.


Efnistök hans eru rammpólitísk í eðli sínu, en viðfangsefnin sem hann
fjallar um í list sinni eru fyrst og fremst á vettvangi mannlegrar
tilveru,í þjóðlegu jafnt sem alþjóðlegu samhengi. Hvert sem viðfangsefnið
er - kynhlutverk eða kynvitund, þjóðleg sveitamennska eða alþjóðlegir
tískuvindar, hungursneyð eða ofbeldsdýrkun, allt hörð mál og stórar
spurningar - þá er framsetningin ákveðin og ögrandi, mitt á milli hins
hversdaglega og hins kómíska.. Hann bregður þannig upp myndum, sem
vissulega höggva nærri kviku sjálfsvitundar okkar varðandi þau viðkvæmu
málefni sem hann tekur fyrir.

Jóhann Ludwig er fæddur 1965 í Reykjavík. Sýningin "Ný leikföng" er 10.
einkasýning Jóhanns en hann hefur einnig á þátt í fjölda samsýninga, nú
síðast á Listasafni Íslands, Málverkið eftir 1980.

Sýningin er samvinna Jóhanns og fyrirtækisins Pabba kné ehf. sem
framleiðir verkin.

Nánari upplýsingar: www.homepage.mac.com/johanntorfason


Listasafn ASÍ
Freyjugötu 41 101 Reykjavík
s.511-5353, 896-6559
listasi@centrum.is
www.asi.is