Artíma - Félag listfræðinema við Háskóla Íslands

miðvikudagur, janúar 31, 2007

ArtímaRit

Nú gefst okkur listfræðinemum loksins tækifæri til að sýna afburðasnilli
og djúpa þekkingu okkar á listum á opinberum vettvangi! Artíma stefnir á
að gefa út tímarit í vor með greinum eftir listfræðinema um listræn
málefni. Ritið hefur hlotið hið afar margslungna og djúpa nafn
"Artímarit". Við óskum hér með eftir framlagi ykkar hvað efni varðar sem
og hugmyndir. Þið megið endilega senda inn ritgerðir sem þið hafið unnið
nú á skólaárinu / fyrri skólaár. Af fjárhagslegum ástæðum verður þetta
frekar lágstemmt blað hvað útlit varðar, en vonandi þeim mun
innihladsríkara! Ósk okkar er sú að ritið gefi innsýn í skoðanir og
hugmyndir listfræðinema og sé rödd sem flestra en ekki einkamál
ritnefndar. Því er ykkar framlag mikils virði!

Í ritnefnd sitja sem stendur undirritaðar en við auglýsum nú einnig eftir
einum til tveimur harðduglegum kandídötum til að vera memm í nefndinni.

Við hlökkum til að heyra frá ykkur, sendið efni/hugmyndir á eftirfarandi
email:

artimarit@gmail.com

Kveðja, Þórunn Helga Benedikz og Nanna Sigríður Gunnarsdóttir.

0 Athugasemdir:

Skrifa ummæli

<< Home