Artíma - Félag listfræðinema við Háskóla Íslands

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Útgáfukvöld Nýhils á Þjóðleikhúskjallaranum

Þremur nýjum skáldsögum ungra höfunda fagnað!
Félagsskapurinn Nýhil hefur á síðustu árum verið í fararbroddi ínýsköpun í íslenskum bókmenntum og vakið athygli fyrir metnaðarfullaútgáfu á ljóðum skálda af yngri kynslóðinni.
Fyrir þessi jól færirNýhil út kvíarnar og gefur út skáldsögur eftir þrjá unga höfunda,alla fædda árið 1978. Útgáfan hefur þegar vakið athygli fyrirkrassandi innihald og óhefðbundin frágang.
Útgáfunni verður fagnað með lúðrablæstri á Þjóðleikhúskjallaranumfimmtudagskvöldið 2. nóvember.
Húsið opnar klukkan 20:00 en dagskráhefst 20:30, og lesa höfundar úr verkum sínum:* Haukur Már Helgason: Svavar Pétur og 20. öldin* Bjarni Klemenz: Fenrisúlfur* Eiríkur Örn Norðdahl: Eitur fyrir byrjendur
Meðlimir hljómsveitarinnar múm spila ljúfa tóna af skífum og kynnir er Ingibjörg Magnadóttir. Óttar Martin Norðfjörð kynnir að aukivæntanlega ljóðabók sína og 1. fyrsta bindi ævisögu HannesarHólmsteins Gissurarsonar.

Nemendur í Hugvísindadeild eru boðnir sérstaklega velkomnir að mætatímanlega og þiggja léttar veitingar á meðan birgðir endast.Jafnframt bjóðum við þeim að festa kaup á skáldsögunni á afar góðuverði, eða 2.500,- per stykki.

0 Athugasemdir:

Skrifa ummæli

<< Home