Artíma - Félag listfræðinema við Háskóla Íslands

mánudagur, janúar 29, 2007

Kvikmyndlista-video-sýningar.

Nú bætist við atburður í flóru háskóla-lífsins.

Nemendafélag listfræðinema, Artíma, ætlar að byrja með
Kvikmyndlista-video-sýningar.


Ætlunin er að sýna nemendum háskólans kvikmyndlistar-video sem ekki eru
auðveldlega aðgengileg og ef til vill ekki það sem maður rekst á dags
daglega.


sýningarnar verða í Odda, stofu 101, annan hvern miðvikudag. kl.19.30.
Fyrsta sýningin verður Miðvikudaginn 31.janúar.
Tekin verða fyrir súrrealísk verk.


Hlynur Helgason, myndlistamaður og kennari við Listaháskóla Íslands, ætlar
að halda stutta kynningu.
Við sýnum kvikmynd Salvador Dalí og Luis Bunuel Andalúsíuhundinn og fleiri
myndir tenda henni.
Súrrealista hreyfingunni var ætlað að brjóta upp landamæri borgaralegrar
hugsunar og menningu. Með áherslu á drauma, hið ómeðvitaða og óvænta var
ætlunin að hafa stórbrotin áhrif á hefðbundna listsköpun. Fylgjendur og
góðkunningjar hreyfingarinnar náðu yfir mörg svið listanna, þar sem þeir
voru óhræddir við að prófa sig áfram með slíkum markmiðum á hina ýmsu
miðla.


Kveðja
Artíma

0 Athugasemdir:

Skrifa ummæli

<< Home