Artíma - Félag listfræðinema við Háskóla Íslands

laugardagur, desember 02, 2006

Prófloka-samkoma

Nú er kennslu lokið og vonandi allir tilbúnir að glíma við þau verkefni sem kennararnir setja okkur fyrir í aðventunni.
Við í listfræði erum heppin að vera búin snemma og ætlum að halda upp á það saman föstudaginn 15.desember.

Við ætlum að byrja á því að fara á opnun á skemmtilega sýningu sem Listasafn Íslands er að setja upp þess dagana,
REGARD FAUVE / FRELSUN LITARINS - Sýning á frönskum expressjónisma.

Þarna verða á veggjum málverk franska meistarans Matisse og
Jóns Stefánssonar, nemandi Matisse og fulltrúi Íslands á sýningunni.

Opnunin er kl 20.00. Því er um að ræða opnun eins og þær gerast bestar.

Eftir sýninguna ætlum við að setjast niður og ræða lífið og listina og jólin í tilefni jólanna ætlum við að vera með "secret santa" leik (þá koma allir með litla gjöf, ca. 500 kr.virði og við skiptumst á), hlustum á jólatónlist og fáum okkur jólaöl.

Stjórn Artímu verður á staðnum til að taka á móti skráningum.


Gangi ykkur vel í prófum og ritgerðasmíðum
Kveðja
Artíma

6 Athugasemdir:

At 2/12/06 23:24, Anonymous Nafnlaus segir...

Frábært.
Hlakka til

 
At 4/12/06 12:19, Anonymous Nafnlaus segir...

Er að flytja þann 15. en mun berjast fyrir því að komast!!

 
At 5/12/06 00:29, Anonymous Nafnlaus segir...

Ég segi...Stuð

 
At 5/12/06 03:58, Anonymous Nafnlaus segir...

ég kem ég kem!!!!

Þórunn Soffía

 
At 5/12/06 16:41, Anonymous Nafnlaus segir...

Frábært, gott að hafa eitthvað til að hlakka til:)
Gangi ykkur vel á lokasprettinum.

 
At 14/12/06 18:33, Anonymous Nafnlaus segir...

Hello. I think you are from Iceland. Very interesting country. And cold. I am from Turkey. I know you don't know Turkish, but just look at it.
Good bye :)

 

Skrifa ummæli

<< Home